Félag 100 km hlaupara á Íslandi
Við eflum samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon
og stuðlum að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum
Fréttir

Árlegur félagsfundur í félagi 100 km hlaupara á Íslandi 2023
Staðsetning: Grand Hotel. Salur: Hvammur Árlegur félagsfundur félagsins þar sem inntaka nýrra félagsmanna fer fram miðvikudaginn 29. nóvember 2023 kl 19:00.
Um Félag 100 km hlaupara á Íslandi
Félagið var stofnað 26. september, 2004 í Sundlaug Vesturbæjar að loknu Þingstaðahlaupi. Tilgangurinn er að efla samstöðu meðal langhlaupara á Íslandi sem fást við ofurmaraþon í “flokki lengri vegalengda”, þ.e. 100 km og lengra sem og að stuðla að vaxandi þátttöku í slíkum hlaupum. Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi, þar sem hlaupið er í einum áfanga.
Þrjú skilyrði fyrir inngöngu í félagið
- Gildir meðlimir í félaginu eru allir þeir Íslendingar sem lokið hafa þátttöku í viðurkenndu, opinberu 100 km keppnishlaupi, eða lengra hlaupi, þar sem hlaupið er í einum áfanga.
- Félagi þarf að greiða félagsgjald.
- Félagi þarf að mæta á aðalfund og veita 100 km húfunni viðtöku við sérstaka athöfn.
Smelltu á “Sækja um” hnappinn hér fyrir neðan til að fylla út umsóknarform.
Hafa samband
Til að hafa samband við Félag 100 km hlaupara á Íslandi er hægt að fylla út formið hér að neðan.