Árlegur félagsfundur í félagi 100 km hlaupara á Íslandi 2024

1/11 2024

Árlegur félagsfundur þar sem inntaka nýrra félagsmanna fer fram, verður haldinn miðvikudaginn 27.nóvember kl. 19:00 í Hvammi, Hótel Reykjavík Grand,

Sigtún 28,

105 Reykjavík

Í boði verða léttar veitingar.

Eins verða afhentar húfur fyrir þá félagsmenn sem hafa sótt um stærri húfur og lokið við 100 mílna hlaup, 200 mílna hlaup og 400 km hlaup.

Opið verður fyrir umsóknir um stærri húfur til sunnudagsins 3. nóvember 2024.

Sækja þarf um hér: https://forms.gle/bKsBhLFskazmaKzM9

Fundurinn er eingöngu ætlaður þeim sem eru nú þegar félagsmenn og þeim sem öðlast hafa rétt á inngöngu í félagið. Aðgangsmiði inn á fundinn er derhúfa 100 km hlaupara (eða stærri húfa) sem nýir félagsmenn fá á fundinum. Atkvæðisbærir á fundinum eru þeir félagsmenn sem greitt hafa félagsgjald 2024. Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta á fundinn og fagna þessum áfanga hjá nýjum félagsmönnum. Við viljum biðja alla þá sem ákveðnir eru í því að mæta að skrá sig á viðburðinn á Facebook þannig að hægt sé að áætla veitingar á fundinum.

Einnig óskum við eftir að fá að vita hvort einhverjir félagsmenn hafa áhuga á að bjóða sig fram til stjórnarstarfa í félaginu.

Á fundinum mun verða leitað eftir einum vara stjórnarmanni.

Hjörtur Valgeirsson hefur óskað eftir því að víkja úr stjórn og þökkum við honum kærlega fyrir sín störf.

Aðrir núverandi stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn félagsins.

Við óskum eftir því að áhugasamir sendi okkur skilaboð fyrir fundinn á netfangið  felag100kmhlaupara@gmail.com

Dagskrá fundarins

19:00 Húsið opnar, léttar veitingar

19:30 Málefni frá stjórn og stjórnarkjör

20:00 Inntaka nýrra félagsmanna og stærri húfur afhentar

21:00 Fyrirlestur og kynning á nýju íslensku ofur hlaupi

22:00 Fundarslit og hópmyndatakarra félagsmanna fer fram miðvikudaginn 27. nóvember 2024 kl 19:00.

Fleiri fréttir

No Results Found

The page you requested could not be found. Try refining your search, or use the navigation above to locate the post.